IMG_6161.jpg

Litla Melabúðin

Íslenskar vörur úr þínu nærumhverfi

Aðeins um okkur

Litla Melabúðin hefur verið til í einhvers konar formi síðan árið 2007 þegar Helga Karlsdóttir og Guðjón Birgisson opnuðu grænmetissjálfsala í litlu gróðurhúsi við innkeyrslu Mela. Vegna mikilla vinsælda var ákveðið að breyta sjálfsalanum í búð  sem er rekin af syni Helgu og Guðjóns og eiginkonu hans, Birgi Guðjónssyni og Steinunni Fjólu Jónsdóttur. Þar sem sveitungar okkar hafa upp á margs konar gæða matvæli að bjóða, bæði úr Hrunamannahreppi og nærsveitum, bjóðum við í dag upp á töluvert meira vöruúrval en var áður. Hjá okkur finnur þú meðal annars ferskt grænmeti, hrossabjúgu, lambakótilettur, nautasteikur, svínakjöt, nýjan fisk, brodd, flatkökur, kryddplöntur og súrkál svo eitthvað sé nefnt. Að sjálfsögðu allt íslenskt og beint frá bónda. 

Litla Melabúðin.cdr 2.cdr 1.cdr 1.png

Áskriftarkassar
Komdu í áskrift og fáðu vikulega, eða á nokkra vikna fresti kassa fullan af fersku íslensku grænmeti. Við finnum það til fyrir þig svo þú þarft bara að sækja það.

IMG_6134.jpg
IMG_6111 (1).jpg
Hafa samband

Takk fyrir að hafa samband!